top of page

Zenter kennsla

Velkomin(n) á kennslusíðuna okkar
Zenter kerfið

Zenter er öflugt samskiptatæki sem inniheldur tölvupósts- og SMS útsendikerfi, öflugt kannanakerfi, símaherferðakerfi, CRM kerfi og sölutækifæriskerfi (e. Leads) sem nýtist vel í beinni markaðssetningu enda er auðvelt að búa til markhóp í kerfinu og senda á hann hnitmiðuð skilaboð.

Með því að nota tölvupóst, SMS og kannanir í einu kerfi er mynduð hringrás samskipta sem er kjarninn í þeirri tegund af markaðssetningu sem á ensku kallast „Engagement Marketing“ og hefur verið vaxandi um heim allan. Þessi tegund af markaðssetningu snýst um að gera hlutina eins persónulega og hægt er, með því að senda með hæfilegri tíðni viðeigandi skilaboð sem innihalda alltaf ávinning fyrir viðskiptavininn. Með þessum hætti er myndað framtíðarsamband við viðskiptavininn á hans forsendum og um leið gott viðskiptasamband sem báðir aðilar hagnast á.

SERVICES
TEAM
CLIENTS
UPDATES
bottom of page